Stórstjarnan Kate Perry hefur vakið athygli breskra miðla fyrir ansi framúrstefnulegan klæðnað á tónleikum á Íslandi um helgina. Söngkonan glæsilega var í rauðu leðurdressi sem hún toppaði með sveppahatti og einhvern veginn gekk það allt saman upp. Þá virðist vera sem að bakgrunnur sýningarinnar hafi verið með sveppaþema og því ekki ólíklegt, ef áhorfendur voru stilltir, að þeir hafi séð strumpunum bregða fyrir.
Perry kom hingað til lands í tengslum við jómfrúarferð nýjasta skemmtiferðaskips Norwegian Cruise Line, Norwegian Prima. Skipinu var gefið nafnið við hátíðlega athöfn á Skarfabakka í Sundahöfn en Perry er guðmóðir skipsins. Í kjölfar athafnarinnar tróð hún svo upp á tónleikum sem aðeins var fyrir boðsgesti.
Unnusti Perry, leikarinn Orlando Bloom, var hvergi að sjá en erlendir miðlar hafa gefið í skyn að brestir séu í sambandi þeirra. Perry hefur sést opinberlega án trúlofunarhringsins og hefur greint frá því í viðtölum að þau séu í sambands meðferð hjá fagfólki.