fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hún var að leita að ostaslaufu, hann bauð henni íbúð – Úrræðagóður fasteignasali slær í gegn

Fókus
Mánudaginn 29. ágúst 2022 17:20

Athugið að myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrræðasemi fasteignasala í Hveragerði hefur vakið athygli en hann nýtti sér ansi frumlega leið til að koma sér á framfæri.

Fyrir helgi langaði konu eina afskaplega mikið í ostaslaufu og minntist þess að hafa fengið einstaklega gómsæta ostaslaufu í Hveragerði.

Hún deilir þessum löngunum í Facebookhópnum Matartips! þar sem yfir fimmtíu þúsund manns ræða um mat og allt matartengt.

„Fullt af smurosti og svona djúsí

Þar skrifar hún: „Kæru matartipsarar, í sumar lá leið mín gegnum Hveragerði þar sem ég stoppaði við í bakaríi og keypti eina þá allra bestu ostaslaufu sem ég hef smakkað. Nú, ég bý á höfuðborgarsvæðinu og er löt og nenni ómögulega að keyra til Hveragerðis í hvert skipti sem ostaslaufu craving grípur mig og langar því að spyrja ykkur vitringa, hvar fást bestu ostaslaufurnar á höfuðborgarsvæðinu? Við erum að tala um með fullt af smurosti og svona djúsí.“

Hún fær fjölmargar ábendingar og nýtur Gulli Arnar í Flatahrauni í Hafnarfirði mikilla vinsælda.

En síðan er það fasteignasalinn.

„Uppsell ársins“

Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali hjá Valborgu fasteignasölu og ráðgjöf, blandar sér  í þessa umræðu með eftirtektarverðum hætti og skrifar: „Ef þú hefur áhuga á að flytja í Hveragerði þá starfa ég sem fasteignasali þar. Mæli frekar með flutningi austur en að sætta sig við eftirlíkingar!“ og bætir við að hann og Elínborg samstarfskona hans geti fundið fyrir konuna eign í göngufæri við Almar bakara, sem greinilega býður upp á einhverjar gómsætustu ostaslaufur landsins.

Gunnar fær fjölda læk-a fyrir þetta og skjáskoti af ummælunum meira að segja komin í umferð á Twitter þar sem þau vekja mikla hrifningu. Einn er ekkert að skafa utan af því: „Uppsell ársins“

Og önnur kona er sérlega ánægð: „Mér finnst þetta frábær húmor..enda nýflutt í hveró og get heimsótt Almar bakara alla morgna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans