fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Hún var að leita að ostaslaufu, hann bauð henni íbúð – Úrræðagóður fasteignasali slær í gegn

Fókus
Mánudaginn 29. ágúst 2022 17:20

Athugið að myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrræðasemi fasteignasala í Hveragerði hefur vakið athygli en hann nýtti sér ansi frumlega leið til að koma sér á framfæri.

Fyrir helgi langaði konu eina afskaplega mikið í ostaslaufu og minntist þess að hafa fengið einstaklega gómsæta ostaslaufu í Hveragerði.

Hún deilir þessum löngunum í Facebookhópnum Matartips! þar sem yfir fimmtíu þúsund manns ræða um mat og allt matartengt.

„Fullt af smurosti og svona djúsí

Þar skrifar hún: „Kæru matartipsarar, í sumar lá leið mín gegnum Hveragerði þar sem ég stoppaði við í bakaríi og keypti eina þá allra bestu ostaslaufu sem ég hef smakkað. Nú, ég bý á höfuðborgarsvæðinu og er löt og nenni ómögulega að keyra til Hveragerðis í hvert skipti sem ostaslaufu craving grípur mig og langar því að spyrja ykkur vitringa, hvar fást bestu ostaslaufurnar á höfuðborgarsvæðinu? Við erum að tala um með fullt af smurosti og svona djúsí.“

Hún fær fjölmargar ábendingar og nýtur Gulli Arnar í Flatahrauni í Hafnarfirði mikilla vinsælda.

En síðan er það fasteignasalinn.

„Uppsell ársins“

Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali hjá Valborgu fasteignasölu og ráðgjöf, blandar sér  í þessa umræðu með eftirtektarverðum hætti og skrifar: „Ef þú hefur áhuga á að flytja í Hveragerði þá starfa ég sem fasteignasali þar. Mæli frekar með flutningi austur en að sætta sig við eftirlíkingar!“ og bætir við að hann og Elínborg samstarfskona hans geti fundið fyrir konuna eign í göngufæri við Almar bakara, sem greinilega býður upp á einhverjar gómsætustu ostaslaufur landsins.

Gunnar fær fjölda læk-a fyrir þetta og skjáskoti af ummælunum meira að segja komin í umferð á Twitter þar sem þau vekja mikla hrifningu. Einn er ekkert að skafa utan af því: „Uppsell ársins“

Og önnur kona er sérlega ánægð: „Mér finnst þetta frábær húmor..enda nýflutt í hveró og get heimsótt Almar bakara alla morgna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi