fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Gagnrýnir vanhæfni og mistök lögreglu – „Það er bara gott að vera glæpamaður á Íslandi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. ágúst 2022 13:36

Linda Gunnarsdóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi sambýlismaður Lindu Gunnarsdóttur var fyrr í þessum mánuði sakfelldur fyrir að beita hana ofbeldi. Kæru Lindu var upphaflega vísað frá á þeim grunni að um væri að ræða orð gegn orði, þrátt fyrir að áverkavottorð sýndi átta áverka og árásin væri flokkuð sem alvarleg.

Fjórum dögum eftir að Linda sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta vor var rannsókn málsins tekin upp að nýju. Linda er sannfærð um að viðtalið sem hún fór í hafi verið ástæða þess að málið var aftur tekið upp. Hún gagnrýnir vinnubrögð lögreglu og ákærusvið harðlega og segir alla vinnslu málsins litaða af vanhæfni og mistökum.

Linda er aftur í viðtali við Fréttablaðið í dag þar sem hún segist fagna sakfellingunni en finnst sorglegt að brotaþolar þurfi sjálfir að taka málin í eigin hendur, eins og hún gerði með því að stíga fram í viðtalinu og ekki allir sem treysti sér í slíkt. „Mig langaði ekkert að fara í viðtal. Þetta eru persónulegir hlutir sem mig langar ekkert að allir viti um mig.“

Maðurinn var áberandi í sjónvarpsþáttum

Fyrrverandi sambýlismaður Lindu hafði fengið töluvert pláss í fjölmiðlum en hann var í sjónvarpsþáttum og var mikið til umfjöllunar vegna þeirra og lýsti Linda því í viðtalinu hvaða áhrif það hafði á hana.

Hún segir málsmeðferðina alla hafa verið undarleg. Þegar maðurinn var síðan ákærður fékk hún eða lögmaður hennar engar upplýsingar um það fyrr en nokkrum dögum áður en málið átti að fara fyrir dóm.

Hann var sakfelldur 17. ágúst en viku seinna höfðu hvorki Linda né lögmaður hennar fengið að sjá dóminn, en Linda heyrði fyrst af niðurstöðinni frá blaðamanni Fréttablaðsins.

Fékk vægan skilorðsbundinn dóm

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi til að mynda tekið af sér belti og lamið Lindu með sylgjunni. Þá var maðurinn mjög stjórnsamur og vildi ráða hvernig hún klæddi sig og greiddi sér.

Maðurinn fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.

„Það er bara gott að vera glæpamaður á Íslandi,“ segir Linda sem hefði viljað sjá þyngri dóm en einnig samfélagsþjónustu eða meðferð.

Hér má lesa viðtalið í Fréttablaðinu í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst