fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Telur að Pútín muni lýsa yfir stríði – „Ein klikkuð ákvörðun ofan á aðra“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 07:05

Nú segist Pútín reiðubúinn til að semja um vopnahlé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir hafa borist af því að Rússar eigi í erfiðleikum með að fá nægilega marga hermenn til að senda á vígvöllinn í Úkraínu. Vladímír Pútín, forseti, hefur ekki lýst yfir stríði á hendur Úkraínu og heldur fast við að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða. Af þeim sökum geta hermenn neitað að fara til Úkraínu að berjast án þess að eiga refsingu yfir höfði sér og herkvaðning er útilokuð. En hversu lengi geta Rússar haldið áfram að berjast í Úkraínu án þess að lýsa yfir stríði?

Sky News leitaði svara við þessu hjá Michael Clarke, prófessor í varnarmálum við King‘s College London. Hann sagði að töluvert hafi borist af fréttum um að rússneskir hermenn hafi gert uppreisn í fremstu víglínu en það dugi ekki til að stöðva hernað þeirra í Úkraínu.

Nú sé ungum mönnum boðið mikið fé fyrir að ganga til liðs við herinn og berjast í Úkraínu í sex mánuði. Þeir fái þó litla sem enga þjálfun áður. Um verulega háar upphæðir er að ræða fyrir hvern mánuð eða þreföld til fjórföld mánaðarlaun margra Rússa.

„Þetta er örvæntingarfullt en Rússar munu halda áfram að senda unga menn í stríðið. Margir þeirra munu deyja með gilda bankareikninga heima,“ sagði Clarke.

Hann sagðist telja að miðað við óbreyttar aðstæður þá muni Úkraínumenn byrja að hrekja Rússa frá herteknum svæðum á fyrri helmingi næsta árs vegna skorts Rússa á öllum nema stórskotaliðsbyssum og skotum í þær. Það eina sem geti breytt þessu sé að Rússar efli styrk sinn í Úkraínu mjög mikið.

Hann sagði að Pútín sé svo staðráðinn í að halda stríðinu áfram að hann muni finna leiðir til að fá fleiri hermenn til að senda í fremstu víglínu ásamt búnaði og skipti þá engu að vestræn tækni og úkraínskar varnarsveitir, sem telja 700.000 til eina milljón manna, muni nánast éta menn og búnað Rússa.

Hann sagði rússneska herinn vera illa skipulagðan og mikla spillingu innan hans. Af þeim sökum verði Pútín því að bæta í, lýsa yfir stríði, til að hægt sé að halda stríðsrekstrinum áfram: „Það er klikkun en það er það sem ég tel að hann muni gera, ein klikkuð ákvörðun ofan á aðra, það er þannig sem einræðisherrar hegða sér í hægfara falli sínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli