fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Sagður hafa ljósmyndað rass og kynfæri sambýliskonu sinnar í laumi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. ágúst 2022 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að hafa á heimili sínu og þáverandi sambýliskonu sinnar ljósmyndað rass og kynfæri hennar eftir að hafa dregið nærbuxur hennar frá. Mun þetta hafa verið gert meðan hún svaf og þannig bersýnilega án hennar samþykkis. Að mati saksóknara varðar þetta við 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga. Þar segir: „Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“

Saksóknari gerir þær kröfur í málinu að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir fyrrum sambýliskona mannsins einkaréttarkröfu um að hann greiði henni þrjár milljónir í miskabætur.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni og fer nú sína leið í dómskerfinu. Ekki liggur fyrir hvort ákærði hafi tekið afstöðu til ákærunnar við þingfestingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar