fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Tvöföld fjármálakreppa að skella á Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 17:30

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar spár sýna að mikill samdráttur hefur orðið í rússnesku efnahagslífi eftir innrásina í Úkraínu. Rússneskur almenningur horfist í augu við efnahagslega niðursveiflu sem jafngildir tvöfaldri fjármálakreppunni sem skall á 2008.

Ástæðan er efnahagslegar refsiaðgerðir sem ESB og Bandaríkin hafa beitt Rússa vegna innrásarinnar.

Nýjar spár frá Economist Intelligence Unit (EIU) sýnir að verg þjóðarframleiðsla Rússlands getur skroppið saman um rúmlega 10% á árinu. Alþjóðabankinn spáir 11,2% samdrætti.

Philipp Schröder, hagfræðiprófessor við Árósaháskóla, sagði í samtali við Ekstra Bladet að samdráttur af þessari stærðargráðu samsvari tvöföldum þeim samdrætti sem varð í fjármálakreppunni.

Hann sagði að refsiaðgerðirnar hafi fram að þessu aðallega bitnað á ríkustu Rússunum því margar vörur, sem þeir kaupa, eru ekki lengur fáanlegar. Áhrifin séu ekki nærri því eins mikil á hinn venjulega Rússa.

Hann sagði að ef spárnar gangi eftir þá geti aðgerðirnar farið að bitna á venjulegum Rússum, þeim sem hafa lágar tekjur eða tilheyri millistéttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt