fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Fágæt þúsundfætla fannst í jarðarberjum í Reykjavík – „Það sést vel á berinu að eitthvað er í því“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundfætlan nátvífætla fannst í annað sinn á Íslandi á dögunum þegar Reykvíkingur uppgötvaði pöddurnar í jarðarberjum sem hann var að rækta í garðinum sínum.

Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst nátvífætlan (Boreoiulus tenuis) fyrst hér á landi árið 2010 í Hólakirkjugarði í vesturbæ Reykjavíkur.

Í grein sem skordýrafræðingurinn Erlingur Ólafsson skrifar á vef Náttúrufræðistofnunar segir að sveppafræðingur hafi fundið nátvífætluna í fágætum sveppi sem hann hafði fylgst með í kirkjugarðinum um árabil. Þá voru tekin sýni úr sveppnum og við skoðun á rannsóknarstofu komu í ljós „fjöldi örgrannra, hvítleitra orma sem helst minntu á þráðorma. Við stækkun sást að á ormunum var urmull fóta og því augljóslega um þúsundfætlur að ræða.“ Þremur árum síðar hafi náfætlan enn verið við lýði í sveppnum.

Nátvífætlan í jarðarberjunum.

„Mjög sjaldgæft og ekki hættulegt“

Síðan hefur ekki til nátvífætlunnar spurst þar til hún fannst í jarðarberjum á dögunum. Sá sem fann pödduna í uppskerunni sinni úr garðinum sendi sýni til Náttúrufræðistofnunar og fékk að vita að um nátvífætlu væri að ræða.

Vel sást á jarðarberjunum að eitthvað væri inni í þeim og var því enginn sem lagði sér þau til munns. „Það fer ekki á milli mála að eitthvað er í gangi þannig að ég át engin ber með auka próteini. Þetta herjar á þau öll ef þau ná að verða fullþroskuð, annað hvort þarf ég að týna þau rétt áður eða missa þau í tvífætluna,“ segir jarðarberjabóndinn og bendir á að það sé ekkert að óttast. „Þetta er mjög sjaldgæft og ekki hættulegt. Það sést vel á berinu að eitthvað er í því.“

Greinilegt er að eitthvað amar að þessum jarðarberjum.

Þrjár tegundir í nágrannalöndunum

Í grein Erlings Ólafssonar er skýrt að íslenskt nafn nátvífætlunnar hafi komið til vegna sérstæðs litarins og ekki síður vegna þess að hún fannst upphaflega í kirkjugarði.

Erlingur skrifar að þrjár tegundir af þessu tagi finnist í nágrannalöndum okkar: „Í nágrannalöndum finnst nátvífætla einkum í mótuðu manngerðu umhverfi, í gamalgrónum görðum, skrúðgörðum og kirkjugörðum, einnig í gróðurhúsum. Heldur sig undir steinum, í rotnandi laufi og dauðum, rotnandi trjám.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“