Hernaðarsérfræðingar sáu þá strax að á vörubílunum voru rússnesk S-400 loftvarnarkerfi sem eru miðpunktur varna Rússa gegn árásum Úkraínumanna úr lofti. Þeir komust einnig að því að myndavél mannsins hafði vistað staðsetningargögn á myndunum þannig að þeir gátu séð nákvæmlega hvar loftvarnarkerfið var þegar myndirnar voru teknar.
„Takk og haldið þessari góðu vinnu áfram,“ skrifaði úkraínska varnarmálaráðuneytið á Twitter og þakkaði ferðamanninum þar með fyrir framlag hans.
Úkraínumenn hafa að undanförnu gert árásir á herstöðvar og vopnageymslur á Krím og því eru allar upplýsingar um staðsetningar skotmarka vel þegnar. Ekki er vitað hvort Úkraínumenn gerðu árás á grunni ljósmyndanna en myndir, teknar af almennum borgurum, hafa margoft verið tengdar við árásir Úkraínumanna á rússnesk skotmörk.
Fyrr í mánuðinum kom rússneskur bloggari óvart upp um heimilisfang höfuðstöðva málaliða, sem styðja Rússa, í austurhluta Úkraínu. Nokkrum dögum síðar gerðu Úkraínumenn árás á bygginguna.
The Dzhankoi military storage facility in Crimea, before and after.
There was ALOT of MLRS. pic.twitter.com/D8z5FF20mR
— Jay in Kyiv (@JayinKyiv) August 16, 2022
Í síðustu viku réðust þeir á skotfærageymslu á Krím eftir að upptaka, sem var birt á samfélagsmiðlum, sýndi að mikið magn vopna var geymt með fram járnbrautarteinum.
Rétt er að hafa í huga að Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á hendur sér á þessum árásum en fæstum dylst að þeir stóðu á bak við þær.
Maybe we are being too hard on russian tourists… Sometimes they can be really helpful. Like this man taking pictures at russian air defense positions near Yevpatoria, in occupied Crimea. Thank you and keep up the good work! pic.twitter.com/bj5oEyXU0H
— Defense of Ukraine (@DefenceU) August 22, 2022
Úkraínumenn hafa varað rússneska ferðamenn við ferðum til Krím og segja þá lifa hættulega með því að fara þangað því Úkraína ætli sér að ná skaganum aftur á sitt vald. „Kannski erum við of grimm við rússneska ferðamenn . . . stundum geta þeir verið til mikillar hjálpar,“ skrifaði úkraínska varnarmálaráðuneytið á Twitter með húmorinn að vopni og birti myndina af manninum í sundskýlunni.
Hann hefur nú eytt færslu sinni af Vkontakte.