fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Fjórar íslenskar laugar í umfjöllun BBC um bestu baðstaði heims

Fókus
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 21:10

Guðlaug Akranesi. Mynd/Facebook/Guðlaug

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, var fyrr í þessum mánuði fjallað um bestu almenningssundlaugarnar í heiminum.

Umfjöllunin snýst einnig um sögu almenningssundstaða um allan heim og hvaða hlutverk sundstaðirnir spila í samfélaginu, hvort sem um er að ræða á Íslandi, Danmörku og Bretlandi, eða borgum á borð við Los Angeles, Berlín, Sydney og Bejing.

Hér er skilgreining á almenningssundlaug heldur opin en titill greinar BBC er „The best public swimming pools around the world.“ Fjórir baðstaðir á Íslandi eru nefndir í umfjölluninni en tveir þeirra eru ekki almenningssundlaug.

Árbæjarlaug. Mynd: Reykjavik.is

Sundlaugarnar sem fjallað er um er sjálf Sundhöllin og greint er frá því Guðjón Samúellsson hafi hannað bygginguna. Þá er einnig fjallað um Árbæjarlaug og vitnað í einn arkitektinn sem hannaði hana. Baldur Ó Svavarsson segir í samtali við BBC að þar sé rennibraut sem vatn rennur í gegn, sem og heitir pottar. „Margir synda ekki heldur sitja í heitu pottunum og ræða pólitík,“ segir Baldur.

Sundhöll Reykjavíkur. Innilaugin í upphaflegu byggingunni. Mynd/Reykjavik.is

Bláa lónið sem löngu er orðið heimsfrægt er einnig í umfjölluninni.

Bláa lónið

Hinn baðstaðurinn sem er nefndur er laugin Guðlaug sem er í fjörunni á Langasandi á Akranesi. Guðlaug samanstendur í raun af tveimur laugum, sú efri er heit en sú neðri er köld og fyllist af sjó þegar það er flóð. Vegna staðsetningar Guðlaugar er  tilvalið að skella sér í sund í sjálfu Atlandshafinu og fara síðan beint í heitu laugina.

Hér má sjá umfjöllunina í heild sinni. 

Guðlaug á Akranesi. Mynd/Facebook/Guðlaug
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar