fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

„Við kveðjum Lækjargötuna með tár í auga“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 10:55

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. ágúst næstkomandi mun hurð indverska veitingastaðarins Hraðlestarinnar loka á Lækjargötunni eftir 10 ára rekstur í húsnæðinu. Greint er frá þessu í færslu á Facebook-síðu Hraðlestarinnar.

„Við fluttum inn árið 2012 eftir umfangsmiklar endurbætur á húsinu. Á þessum áratug höfum við fylgst með hátíðarhöldum, maraþonhlaupurum, nýstúdentum og ferðamönnum fyrir utan gluggann. Á þessum áratug höfum við boðið vegfarendum að gægjast inn í menningarheim Indlands. Við höfum séð götuna opna og lokaða, tóma á tímum samkomutakmarkana og nú iðandi af lífi á ný.“

Þá segir í færslunni að á síðastliðnum áratug hefur Hraðlestarfjölskyldan breyst, kröfur viðskiptavina þróast og að skylda veitingastaðarins sé að þróast með. „Okkar markmið er og verður að þjóna tryggum gestum eins og best verður á kosið.“

Örvæntingafullir íbúar miðbæjarins sem eru reglulega svangir í indverskan mat frá staðnum þurfa þó ekki að örvænta þar sem áfram verður opið á Hraðlestinni á Hverfisgötunni. „Við höldum áfram að afgreiða svanga í miðborginni á nýuppgerðum stað á Hverfisgötunni, þar sem við hófum rekstur fyrir 19 árum síðan. Við bjóðum ykkur velkomin þangað nú í hádeginu á virkum dögum (frá og með 26.ágúst) og öll kvöld,“ segir í færslunni.

Að lokum þakkar Hraðlestin fyrir síðustu 10 árin. „Við kveðjum Lækjargötuna með tár í auga en bros á vör og hlökkum til að sjá á hvaða áfangastað Hraðlestin lendir næst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur