fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Margrét segir að Íslendingar standi frammi fyrir nýjum veruleika

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 09:00

Frá Blönduósi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðið á Blönduósi er fimmta skotárásarmálið á landinu það sem af er ári. Margrét Valdimarsdóttir, dósent i lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, segir að þetta sé nýr veruleiki hér á landi. Nú stöndum við frammi fyrir því að hafa áhyggjur af skotvopnum og skotvopnaleyfum vegna þess að verið sé að drepa fólk. Nýtt sé að skotvopn séu rædd í þessu samhengi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið þá gerði Skotfélagið á Blönduósi fyrst athugasemdir við hegðun skotmannsins í nóvember á síðasta ári. Fyrir nokkrum vikum var hann vistaður á geðdeild um hríð. Hann hafði áður hótað manninum sem hann skaut og særði lífshættulega á sunnudaginn. Eiginkona mannsins féll fyrir hendi skotmannsins.

Margrét sagðist ekki styðja að gripið sé til þess að frelsissvipta andlega veikt fólk í forvarnarskyni, stimplun sé fólgin í því. Langflestir, sem hafa greinst með geðrænan vanda, beiti ekki ofbeldi. „En vegna þess að byssur geta valdið svo miklum skaða á svo skömmum tíma þarf að vera erfitt að fá skotvopnaleyfi og þú átt að geta misst leyfið ef grunur kviknar um ofbeldi. Það er ekki mannréttindabrot að fá ekki að eiga byssu,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt