fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Fjölskylda Brynjars biður fyrir Kára: „Sonur okkar tók hræðilegar ákvarðanir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 13:50

Blönduós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um skotárás á Blönduósi um liðna helgi, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau biðja fjölmiðla að sýna sér skilning og virða einkalíf sitt, og Brynjars. Mbl.is greinir frá þessu.

Þá segist fjölskyldan biðja fyrir Kára Kárasyni sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir árásina.

Hér er yfirlýsingin í heild sinni:

„Frá fjöl­skyldu Brynj­ars Þórs

Son­ur okk­ar og bróðir tók hræðileg­ar ákv­arðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunn­ingja­kona okk­ar einnig og eig­inmaður henn­ar ligg­ur þungt hald­inn á sjúkra­húsi.

Við syrgj­um bróður og son. Við get­um ekki svarað fyr­ir gjörðir hans og hann ekki held­ur. Við vilj­um biðja fjöl­miðla að sýna okk­ur skiln­ing og virða einka­líf okk­ar, og Brynj­ars.

Við biðjum fyr­ir því að Kári nái heilsu og send­um fjöl­skyld­unni, vin­um og öðrum sem eiga um sárt að binda inni­leg­ar samúðarkveðjur.

Við vilj­um biðja fjöl­miðla um til­lit­semi. Þrátt fyr­ir ákv­arðanir Brynj­ars þá syrgj­um við kær­an son og bróður.

Með kveðju,
For­eldr­ar og systkini Brynj­ars“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör