fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir að sprengjutilræðið í Moskvu sé þungt högg fyrir Pútín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 06:50

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið þá lést Darya Dugina, 29 ára dóttir Alexander Dugin, í sprengjutilræði í Moskvu á laugardagskvöldið. Sprengju hafði verið komið fyrir undir bíl sem hún ók en talið er að hún hafi verið ætluð föður hennar. Faðir hennar er talinn einn helsti hugmyndasmiðurinn á bak við innrás Rússa í Úkraínu en hann er öfgasinnaður þjóðernissinni og í góðu sambandi við Vladímír Pútín, forseta.

Dayra var þekkt fréttakona og einörð stuðningskona innrásarinnar. Morðið á henni og sprengjutilræðið eru mikið áfall fyrir rússneska ráðamenn vegna tengsla föður hennar við Pútín sem og að tilræðið átti sér stað í hjarta Rússlands, Moskvu.

Sprengjutilræðið í Moskvu – Segir að það geri ráðamenn taugaóstyrka

Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studier, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að margt bendi til að Úkraínumenn hafi staðið á bak við sprengjutilræðið.  „Það er auðvitað enn ákveðin óvissa en það liggur beint við að böndin berist að Úkraínu. Dugin er þyrnir í augum Úkraínumanna og dóttir hans einnig,“ sagði hann.

Hann sagði að tilræðið væri því hugsanlega „mjög stórbrotið“.  Ef Úkraínumönnum hafi tekist að gera árás af þessu tagi, árás sem pólitískar ástæður liggja að baki, svo nærri Moskvu þá sé það þungt högg fyrir Pútín.

Aðspurður um af hverju hann telji að Úkraínumenn hafi staðið á bak við tilræðið, sérstaklega í ljósi þess að reglulega er fólk myrt á dularfullan hátt í Rússlandi  sagði hann að þetta sprengjutilræði og morð væri öðruvísi. Tilræði hafi áður verið framin í Rússlandi þá hafi fórnarlömbin venjulega verið fólk sem Pútín er í nöp við og ætla má að hafa verið tekið af lífi. Þetta morð sé öðruvísi. Þess utan geti morðið orðið til þess að kynda undir andstöðu við stríðið í Rússlandi, sem sé Úkraínumönnum í hag.

„Þetta var skynsamlega framkvæmt. Þetta er allt annað en sprengja í neðanjarðarlest, til dæmis. Þetta hæfir Pútín. Ekki rússneskan almenning. Þetta veldur ekki ótta meðal almennra Rússa um öryggi þeirra en getur myndað grunn að því að Rússar fara að efast um að yfirvöld hafi stjórn á því sem þau eru að gera þegar þeir sjá að sprengjutilræði sem þetta á sér stað,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður um hvað það þýði í hans huga ef Úkraínumenn stóðu á bak við sprengjutilræðið og hafi myrt þekkta manneskju svona nærri höfuðborginni sagði hann að það beri þá vitni um mikið hugrekki Úkraínumanna. Þeim hafi þá tekist að flytja stríðið inn í hjarta Rússlands og inn í hið daglega líf Rússa: „Alveg þangað þar sem það snertir Rússland og Pútín illa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“