fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Rússneskur stjórnmálamaður segir að neðanjarðarher beri ábyrgð á sprengjutilræðinu í Moskvu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 08:00

Ilya Ponomarev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru rússneskir skæruliðar sem stóðu á bak við bílsprengjuna sem varð Dunya Dugin, þrítugri fréttakonu að bana, nærri Moskvu á laugardaginn. Dunya var dóttir Alexander Dugin sem er öfgaþjóðernissinni og er af mörgum talinn mjög áhrifamikill í rússneskum stjórnmálum og er Vladímír Pútín, forseti, sagður vera undir miklum áhrifum frá honum. Er Alexander sagður vera einn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við innrásina í Úkraínu.

Ilya Ponomarev, sem er fyrrum þingmaður á rússneska þinginu, Dúmunni, segir að það hafi verið rússneskir skæruliðar sem stóðu á bak við sprengjutilræðið. The Guardian skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Ponomarev hafi sagt þetta á rússneskumælandi sjónvarpsstöð í Kyiv. Sagði hann að neðanjarðarher hafi verið að verki. Þetta sé her sem starfi í Rússlandi og hafi að markmiðið að steypa Vladímír Pútín og stjórn hans af stóli.

Ponomarev var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn innlimum Krím í Rússland árið 2014. Í kjölfarið var hann stimplaður föðurlandssvikari og sakaður um að hafa ekki staðið undir skyldum sínum sem þingmaður. Hann fór í útlegð til Bandaríkjanna í kjölfarið en 2016 flutti hann til Kyiv þar sem hann hefur búið síðan.

Ponomarev sagði að sprengjutilræðið á laugardaginn,  eins og margar aðrar árásir og tilræði, sem hafa átt sér stað í Rússlandi á síðustu mánuðum, hafi verið gert af fyrrnefndum neðanjarðarher, skæruliðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú