Ósakhæf börn hafa játað að hafa kveikt í þaki viðbyggingar St. Jósefsspítala í gær. Þetta kemur fram í frétt RÚV en játningarnar komu fram eftir samtöl við lögreglu að viðstöddum forráðamönnum og fulltrúum barnaverndar. Rannsókn lögreglu er þar með lokið og telst málið upplýst.
Eins og DV greindi frá í gærkvöldi kviknaði eldu í viðbyggingu við húsnæði sem áður hýsti St. Jósefsspítala í kvöld. „Okkur barst tilkynning um eldinn kl.22.30 í kvöld. Það eru þrjár sveitir á staðnum og mér skilst að það hafi logað eldur í þaki viðbyggingar þegar að þær komu á svæðið. Slökkvistarf gengur vel og þeir eru að ná tökum á aðstæðum,“ segir Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu.
Í fyrstu var talið að slökkvistarf yrði umfangsmikið og erfitt en viðbragðsaðilar náðu góðum tökum á eldinum strax og réðu niðurlögum hans hratt og vel.
Hér má sjá myndband af vettvangi