Fjallað var um harmleikinn á Blönduósi í kvöldfréttum RÚV rétt í þessu. Þar var atburðarás dagsins rakin.
Kom þar fram að karlmaður á fertugsaldri hafi farið inn í hús fjölskyldu á Blönduósi og skotið þar húsráðendur sem lágu í rúmi sínu með haglabyssu. Konan hafi látið lífið og eiginmanni hennar veittir lífshættulegir áverkar.
Fréttastofa RÚV kveðst hafa heimildir, sem eru í samræmi við heimildir DV, fyrir því að sonur hjónanna hafi verið gestkomandi á heimilinu og dvalið í öðru herbergi með unnustu sinni sem var að gefa barni brjóst. Sonurinn hafi svo ráðist á árásarmanninn. Þetta vill lögregla þó ekki staðfesta.
Herma heimildir RÚV að sonurinn og unnustan séu þau sem eru í haldi lögreglu vegna málsins.
Þar kemur eins fram að árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi starfsmaður mannsins sem hann réðst á og hafi átt við endlega erfiðleika að stríða. Hann hafi verið með byssuleyfi og átt vopn en lögregla hafi þó gert upp þau vopn sem hann átti samkvæmt skráningu er höfð voru afskipti af manninum fyrir þremur vikum síðar.
Ekki sé ljóst hvaða vopni hann beitti í árásinni, en mögulegt sé að hann hafi átt vopn sem var óskráð.
Til hafi staðið að svipta manninn byssuleyfi á næstu dögum.