Eldur kviknaði í viðbyggingu við húsnæði sem áður hýsti St. Jósefsspítala í kvöld. „Okkur barst tilkynning um eldinn kl.22.30 í kvöld. Það eru þrjár sveitir á staðnum og mér skilst að það hafi logað eldur í þaki viðbyggingar þegar að þær komu á svæðið. Slökkvistarf gengur vel og þeir eru að ná tökum á aðstæðum,“ segir Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu.
Talsvert er af fólki á staðnum sem fylgist með slökkvistarfinu. Segir sjónarvottur að um sé að ræða viðbyggingu við kapellu við spítalahúsnæðið gamla. „Þeir voru að brjóta sér leið inn í húsið til að tékka en sýnist að þeir hafi náð tökum. Mikið aksjón,“ segir sjónarvotturinn.
RÚV segir að eldurinn logi í tengibyggingu við spítalann sem er við Suðurgötu í Hafnarfirði, þar sem áður var leikskóli.
Í dag hýsir húsnæðið Lífstílssetur St. Jó þar sem fjölmargir meðferðaaðilar eru með aðstöðu.
Hér má sjá myndband af vettvangi