fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Myndband: Eldsvoði í Hafnarfirði – Kviknaði í viðbyggingu við kapellu St. Jósefsspítala

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 23:23

Mynd frá sjónarvotti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kviknaði í viðbyggingu við húsnæði sem áður hýsti St. Jósefsspítala í kvöld. „Okkur barst tilkynning um eldinn kl.22.30 í kvöld. Það eru þrjár sveitir á staðnum og mér skilst að það hafi logað eldur í þaki viðbyggingar þegar að þær komu á svæðið. Slökkvistarf gengur vel og þeir eru að ná tökum á aðstæðum,“ segir Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu.

Talsvert er af fólki á staðnum sem fylgist með slökkvistarfinu. Segir sjónarvottur að um sé að ræða viðbyggingu við kapellu við spítalahúsnæðið gamla. „Þeir voru að brjóta sér leið inn í húsið til að tékka en sýnist að þeir hafi náð tökum. Mikið aksjón,“ segir sjónarvotturinn.

RÚV segir að eldurinn logi í tengibyggingu við spítalann sem er við Suðurgötu í Hafnarfirði, þar sem áður var leikskóli.

Í dag hýsir húsnæðið Lífstílssetur St. Jó þar sem fjölmargir meðferðaaðilar eru með aðstöðu.

Hér má sjá myndband af vettvangi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng