fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Egill Helgason minnist Magneu – „Ég sakna hennar“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason minnist vinkonu sinnar, Magneu Hrönn Örvarsdóttur, á Facebook í dag.

Magnea Hrönn Örvarsdóttir háði harða baráttu við áfengi og fíkniefni á lífsleið sinni og vakti mikla athygli þegar hún steig fram í þáttum Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, árið 2018, en þá sat hún inni á Hólmsheiði og opnaði sig af einlægni um erfið augnablik í lífi sínu, þó að síðar ætti eftir að koma í ljós að Magnea hafi verið mótfallin birtingu viðtalsins. Áður en fíknin tók yfir líf hennar starfaði Magnea meðal annars við blaðamennsku og við þýðingar.

Egill segir í minningarorðum sínum að Magnea hafi orðið fórnarlamb óstjórnlegrar fíknar sem nú hafi dregið hana til dauða fyrir aldur fram.

„Fyrir okkur vini hennar var líf hennar í seinni tíð óskiljanlegur harmleikur, hvað var það sem gekk á alla þessa daga og allar þessar nætur? Og símtölin sem eftir á að hyggja voru kannski frekar ákall um einhvers konar viðurkenningu en hjálp.“

Egill segist ætla að muna Magneu eins og hún var þegar hann kynntist henni fyrir 30 árum.

„En ég ætla að muna fallegu, gáfuðu og skemmtilegu stelpuna sem ég kynntist fyrir 30 árum og ég gat ekki annað en hrifist af. Ég sakna hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Í gær

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“