fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Árásarmaðurinn handtekinn í sumar og vistaður á geðdeild – Keppnismaður í skotfimi sem hafði haft í hótunum

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 11:59

Frá Blönduósi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósí í morgun, var handtekinn af lögreglu fyrr í sumar. Hafði maðurinn í hótunum við heimilisfólk í húsinu þar sem ódæðið átti sér stað í nótt og var hann handtekinn með skotvopn í fórum sínum. Vísir greindi fyrst frá þessu atriði málsins en manninum var síðar sleppt úr haldi.

Þá herma heimildir að hegðun mannsins hafi verið undarleg um nokkurt skeið og hann hafi verið vistaður á geðdeild fyrir skömmu.

Sjá einnig: Íbúar Blönduóss slegnir vegna skotárásarinnar – „Ég trúði ekki að svona nokkuð gæti gerst hérna“

Árásarmaðurinn er á 36. aldursári. Hann hefur mikla reynslu af skotvopnum og hefur áralanga reynslu af keppni í skotfimi. Rétt er að geta þess að hann hefur þó ekki keppt í greininni í nokkur ár og er ekki skráður í neitt skotfélag.

Samkvæmt heimildum DV vann hann um skeið fyrir fyrirtæki sem húsráðandi, þar sem harmleikurinn átti sér stað, stýrði. Hann hefur hinn síðari ár verið í sjálfstæðum rekstri á Blönduósi.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu um kl.5.30 um að skotvopni hafi verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimashúsi í bænum og að um alvarlegt tilvik hafi verið að ræða. Lögregla hafi vopnast áður en haldið var í útkallið en tekið er fram að vopnum var ekki beitt. Í ljós kom að skotvopni hafði verið beitt gegn tveimur einstaklingum, þar sem einn var látinn og annar særður. Aukinheldur fannst meintur gerandi skotárásarinnar einnig látinn á vettvangi. Í framhaldi að hlúð var að hinum slasaða og vettvangur tryggður var lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra gert viðvart um málið en rannsókn sakamálsins er í höndum hans.

Gert er ráð fyrir annarri fréttatilkynningu kl.18 í dag.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi