fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Þetta eru þeir fimm Íslendingar sem borguðu hæstu skattana á árinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. ágúst 2022 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátekjublað Stundarinnar er komið út en í því eru teknar saman heildarskattgreiðslur ríkasta 1% landsins, það er að segja skatta af mánaðarlaunum og fjármagnstekjum viðkomandi ólíkt öðrum tekjublöðum sem greina aðeins frá mánaðarlaununum valinna einstaklinga.

Í úttekt blaðsins kemur fram að af 100 hæstu skattgreiðendunum voru aðeins 12 konur og var sú sem greiddi hæstu skattana í 20. sæti listans, Kristín Guðríður Jóhannsdóttir. Hún seldi hlut sinn í útgerðarfélaginu Steinunni á árinu en en flestir hæstu skattgreiðendurnir í ár tengjast sjávarútveginum með einhverjum hætti, þar af fjórir af hæstu fimm greiðendunum.

Fimm efstu á listanum yfir hæstu skattgreiðendur ársins voru eftirfarandi:

  1. Björn Erlingur Jónasson – greiddi alls 692 milljónir í skatt af heildartekjum upp á um 3,14 milljarða króna.  Seldi útgerðafélagið Valafell á síðasta ári til KG fiskverkunnar.
  2. Sævald Pálsson – greiddi alls 686 milljónir í skatt af heildartekjum upp á um 3,12 milljarða króna. Seldi útgerðarfélagið Berg til Berg – Hugins í Vestmannaeyjum.
  3. Ingibergur Þorgeirsson – greiddi um 680 milljónir í skatt af heildartekjum upp á um 3,1 milljarð króna. Seldi hlut sinn í Nesfisk.
  4. Ketill Gunnarsson – greiddi um 445 milljónir í skatt af heildartekjum upp á ríflega 2 milljarða króna. Seldi hlut sinn í Noom Inc. sem er utan um samnefnt lífstílsapp.
  5. Gylfi Viðar Gunnarsson – greiddi um 403 milljónir í skatt af heildartekjum upp á um 1,84 milljarða króna. Seldi hlut sinn í útgerðarfélaginu Huginn til Síldarvinnslunnar.

Nánar er fjallað um skatttekjur ríkustu Íslendinganna á vef Stundarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt