Nú fer að styttast í að í ljós komi hvaða fugl hneppir titilinn Fugl ársins 2022. Forvali er lokið og komust sjö fuglar áfram og óska nú eftir byr undir báða vængi í kosningabaráttu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fuglavernd, en þar segir að af þeim sjö fuglum sem komust áfram vanti 6 þeirra kosningastjóra.
Fuglarnir eru:
Í tilkynningu segir:
„Ef þú hefur áhuga á að taka að þér að vera kosningastjóri fyrir einn þeirra þá endilega sendu okkur línu á fuglarsins@fuglavernd.is fyrir þriðjudaginn 23. ágúst og segðu hvaða fugl þú velur og hvað þú vilt gera til að koma honum á framfæri fram til 5. september. Frekari upplýsingar að finna hér: https://fuglarsins.is/kosningastjorar/„
Fugl ársins verður svo valinn með rafrænum hætti á www.fuglarsins.is daganna 5.-12. september og verður sigurvegarinn kynntur á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september.