Stórfyrirtækið Apple hefur ráðlagt viðskiptavinum sínum að uppfæra snjalltæki sín sem fyrst vegna alvarlegs öryggisgalla. Öryggisgallinn nær til allra iPhone-símtækja niður að 6S, iPad 5 og upp úr, iPad Air2 og upp úr, iPad mini 4 og uppúr, allra iPad Pro og sjöundu kynslóðar iPod touch.
Í umfjöllun CNN kemur fram að öryggisgallinn gefi tölvuhökkurum kleyft að ná fullri stjórn á snjalltækjum fólks og það geti gerst með því að smella á á varhugaverðar vefslóðir á netinu.
Því sé notendum ráðlagt að uppfæra stýrikerfi snjalltækjanna hið snarasta.