fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Björk segist hafa orðið brjáluð út í Katrínu í viðtali við Guardian – „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er í stóru viðtali við breska miðilinn The Guardian í tilefni af útgáfu nýjustu plötu hennar Fossora, sem er tíunda sólaplata listakonunnar dáðu. Í viðtalinu er farið um víðan völl og meðal annars hvernig hún nýtti tímann hérlendis í Covid-faraldrinum.

Þá er sérstaklega fjallað um samband Bjarkar við móður sína, Hildi Rúnu Hauksdóttur, sem lést árið 2018 eftir erfið veikindi. Hildur Rúna var ötull náttúruverndarsinni og fór meðal annars í 23 daga hungurverkfall árið 2002 til að mótmæla fyrirætlunum Alocoa um að byggja álver á Austurlandi.

Baráttuþrek Hildar Rúnu fyrir náttúrunni hafði eðlilega mikil áhrif á Björk sem ætíð hefur látið sig náttúruvernd miklu varða.

Í viðtalinu er vikið að samstarfi Bjarkar við baráttustúlkuna Gretu Thunberg en á tónleikaferðalagi Bjarkar um heiminn árið 2019 hófust allir tónleikarnir á kröftugum myndskilaboðum frá sænsku baráttustúlkunni.

Upplýsir Björk þá að til stóð að hún og Greta myndu taka höndum saman með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum í þeirri von að það myndi stuðla að breytingum. Þegar á reyndi hafi hins vegar Katrín hætt við.

„Ég treysti hennilega eiginlega, kannski af því að hún var kona. En svo hélt hún ræðu þar sem hún sagðist ekkert um þetta. Hún minntist ekki einu sinni á þetta. Og ég varð alveg fokreið,“ segir Björk í viðtalinu enda hafi verkefnið verið lengi í undirbúningi.

„Ég vildi gjarnan styðja hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra – allir sveitadurgarnir [e. rednecks] liggja á henni. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið.“

A few years ago, she might have kept quiet and held the line. Now, her disappointment has spilled over into exasperation – and perhaps a touch of activist burnout. She says: “I wanted to be backing her up. It’s hard to be a female prime minister; she’s got all the rednecks on her back. But she hasn’t done anything for the environment.”

Hér má lesa viðtalið við Björk í The Guardian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?