Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum þá eru uppi áform um að drekkhlaðnir vörubílar aki eftir Suðurlandsvegi frá Hafursey við Hjörleifshöfða til Þorlákshafnar. Munu bílarnir aka á fimmtán mínútna fresti allan sólarhringinn.
„Öll leiðin frá Vík til Þorlákshafnar neitar að þetta geti gerst. Þetta getum við Sunnlendingar ekki látið yfir okkur ganga,“ sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið.
Hann benti á að gatnabrúnir á hluta vegkaflans kalli meira og minna á keðjunotkun vörubílanna allan veturinn. Þess utan beri vegurinn alls ekki svona mikla umferð og umferðaröryggi sé því stefnt í hættu.