fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Guðni er ósáttur – „Þetta getum við Sunnlendingar ekki látið yfir okkur ganga“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er galið, þetta eru galin áform. Kötluvikurinn getur ekki verið svona dýrmætur, það stendur ekkert undir svona flutningum nema gull eða fíkniefni.“ Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi á Selfossi en hann er meðal fjölmargra Sunnlendinga sem eru ósáttir við og mótmæla fyrirætlunum þýsk-íslenska fyrirtækisins EP Power Minerals um stórfellda vikurflutninga langar leiðir á þjóðvegum landsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum þá eru uppi áform um að drekkhlaðnir vörubílar aki eftir Suðurlandsvegi frá Hafursey við Hjörleifshöfða til Þorlákshafnar. Munu bílarnir aka á fimmtán mínútna fresti allan sólarhringinn.

„Öll leiðin frá Vík til Þorlákshafnar neitar að þetta geti gerst. Þetta getum við Sunnlendingar ekki látið yfir okkur ganga,“ sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið.

Hann benti á að gatnabrúnir á hluta vegkaflans kalli meira og minna á keðjunotkun vörubílanna allan veturinn. Þess utan beri vegurinn alls ekki svona mikla umferð og umferðaröryggi sé því stefnt í hættu.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“