fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Tekjudagar DV: Haraldur Ingi með yfir 100 milljónir í laun á mánuði – Kaus að borga hæsta mögulega skatt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 16:31

Haraldur Ingi Þorleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, var með mánaðarlaun uppá rúmar 102 milljónir króna á mánuði samkvæmt álagningaskrá Ríkiskattstjóra. Eins og kom fram fyrr á árinu seldi Haraldur Ingi fyrirtæki Ueno til bandaríska stórfyrirtækisins Twitter í fyrra og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum. Ástæðan var sú að þannig borgaði hann hæstu mögulegu skattprósentu til Íslands af söluverðinu en ljóst er að Haraldur Ingi hefði getað sparað sér hundruði milljóna með því að greiða sér kaupverðið út í arð. Hann borgar um 450 milljónir króna í heildarskatt en hefði getað nánast helmingað þá upphæð með því að taka peninginn út sem arðgreiðslu.

Eins og frægt varð kaus Haraldur Ingi einnig að greiða skatt af sölunni á Íslandi í stað þess að fara eftir ráðleggingum skattaráðgjafa og færa söluandvirðið yfir í félag í einhverju af skattaskjólum heimsins.

Sagði Haraldur Ingi að með hinni drjúgu skattgreiðslu vildi hann styðja við skóla-, heilbrigðis-, og velferðarkerfi sem hafi hjálpað sér og öðru fólki úr lágtekjufjölskyldum að dafna.

Viðskiptablaðið greindi frá því í maí á þessu ári að launatekjur til eins starfsmanns í fyrirtæki Haraldar Inga næmu um 1,1 milljarði króna og því var ljóst, sem nú hefur raungerst, að frumkvöðullinn yrði í hópi skattakónga landsins í ár. Miðað við álagningaskrá má gera ráð fyrir því að Haraldur hafi haft einhverjar tekjur að auki úr öðrum áttum.

Í kjölfar sölunnar réð Haraldur Ingi sig sem starfsmann hjá Twitter en hann er mjög virkur notandi samfélagsmiðilsins þar sem hann birtir nánast daglega hugleiðingar sínar. Hann notaði miðilinn óspart til þess að gagnrýna tilraunir Elon Musk, ríkasta mann heims, til að kaupa fyrirtækið en þær áætlanir eru í uppnámi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“