„Við höfum ákveðna afkastagetu og erum með takmarkandi þætti sem eru sú þjónusta sem ferðamaðurinn þarf á að halda. Þar höfum við rekið okkur á veggi vegna þess að það er ekki nóg til. Hvorki gisting né bílaleigubílar né rúturnar og heldur ekki nóg af leiðsögumönnum,“ hefur Fréttablaðið eftir henni í umfjöllun um málið í dag.
Hún sagði að dæmi séu um að ferðaþjónustufyrirtæki hafi þurft að hafna bókunum og að það þurfi að læra af þessari stöðu. Markmið ferðaþjónustunnar sé að vaxa og verða sterkari stoð í útflutningi en hún er núna. Því verði að fara í ákveðna naflaskoðun, bæði greinin sjálf og stjórnvöld.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.