Farmurinn átti að fara til Líbanon en kaupandinn þar vildi ekki taka við farminum því hann kom miklu seinna en um var samið í upphafi. Búið er að selja og kaupa farminn nokkrum sinnum síðan.
Slökkt hefur verið á staðsetningarbúnaði skipsins síðustu daga. Síðast er vitað um það undan strönd Kýpur.
Razoni sigldi úr höfn í Odesa þann 1.ágúst en skipið er skráð í Sierra Leone.
Það lagðist að bryggju í Mersin í Tyrklandi 11. ágúst. Reuters segir að þegar það lét úr höfn þar hafi verið slökkt á staðsetningarbúnaði þess. Hafði Reuters eftir heimildarmönnum í flutningageiranum að skipið sé á leið til Tartous í Sýrlandi.