fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Rússar stela úkraínska Internetinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 08:00

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samhliða mannskæðum bardögum í Úkraínu berjast Rússar og Úkraínumenn í netheimum. Á hernumdu svæðunum hafa Rússar tekið yfir stjórn á upplýsingaflæði og tekið upp ritskoðun.

Rússneski herinn hefur kerfisbundið tekið yfir stjórn á Internetinu á hernumdu svæðunum í austur og suðurhluta Úkraínu. Búið er að loka vinsælum vefsíðum á borð við FacebookInstagram og Twitter. Allri netumferð er beint til Rússlands svo rússnesk yfirvöld geti ritskoðað innihaldið.

Í umfjöllun New York Times er skýrt frá því að skömmu eftir að rússneskar hersveitir náðu borginn Kherson á sitt vald hafi hermenn komið til netþjónustuaðila og skipað þeim að afhenda þeim stjórnina á netinu. „Þeir beindu byssu að höfði þeirra og sögðu að þeir ættu bara að gera þetta. Þetta gerðist smám saman hjá öllum fyrirtækjum,“ sagði Maxim Smeljanets, eigandi eins netfyrirtækisins, í samtali við New York Times.

Rússar stöðvuðu alla starfsemi úkraínska farsímafyrirtækja og beina allri umferð um farsíma og Internetið til rússneskra netþjóna. Íbúar á hernumdu svæðunum neyðast til að fá sér áskrift hjá rússneskum símafyrirtækjum ef þeir vilja nota farsíma.

Víða hafa íbúar á hernumdu svæðunum nú aðeins aðgang að rússneskum ríkisútvarps- og sjónvarpsstöðvum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“