Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur vanalega í nógu að snúast og var síðasti sólarhringurinn engin undantekning. Þar var slökkviliðið endaði slökkvilið í 94 sjúkraflutningum og töldust 33 vera forgangsflutningur. Smá erill var á dælubílanna eða 10 útköll sem öll reyndust þó minni háttar þegar upp var staðið.
Frá þessu greinir slökkviliðið á Facebook. Þar segir einnig frá gleðilegu útkalli í nótt.
„En til gamans þá koma stundum gleðilegar vaktir eins og í nótt þegar ein sjúkrabílaáhöfn tók á móti stúlkubarni á miðjum Hafnarfjarðarveginum á leiðinni á fæðingardeildina.
Gekk allt að óskum og heilsast móður og barni vel og óskum við þeim til hamingju með barnið.“