fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Páll Óskar segir frá „kolvitlausum“ viðbrögðum foreldra sinna – „Hvaða helvítis pakk ert þú að umgangast“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 16:26

Páll Óskar. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er gestur Þorsteins V. Einarssonar í hundraðasta þætti hlaðvarpinu Karlmennskan. Í þættinum fer Páll Óskar yfir ýmislegt í tengslum við hinseginleikann, karlmennsku og fleira. Á meðal þess sem Páll Óskar segir frá í þættinum er það hvernig foreldrar hans brugðust við þegar þau komust að því að hann væri hommi en viðbrögðin voru eins og Páll Óskar segir sjálfur: kolvitlaus.

„Ég og mamma vorum ein heima, hún passaði upp á það að við værum ein. Þá „feisaði“ hún mig, horfði djúpt í augun á mér og hún heldur á brúnu umslagi í hendinni sem hún var búin að opna með bréfahníf. Hún „feisar“ mig og spyr: Páll! Hvað er þetta? Ég „feisa“ hana bara á móti og segi: Mamma, þetta er fréttabréf Samtakanna 78, félags homma og lesbía á Íslandi. Hún spyr þá: Og ert þú slíkur? Og ég segi bara: Já. Ég man að ég ljómaði í framan bara við það að segja orðið já og að segja henni það, þá var þungu fargi af mér létt. Þetta augnablik entist í eina sekúndu vegna þess að um leið byrjaði mamma að sýna öll kolvitlausu viðbrögðin.“

Móðir hans leit undan, horfði ekki í augun á honum, gekk inn í stofu, settist niður, horfði í gaupnir sér, byrjaði að prjóna og tautaði með sjálfri sér. „Ég vissi að eitthvað væri að, ég vissi að eitthvað hefði komið fyrir, fæðingin þín gekk svo erfiðlega fyrir sig,“ sagði hún og svo komu spurningarnar. „Hvaða fólk ert þú að umgangast, hvaða helvítis pakk ert þú að umgangast, hver er búinn að smita þig af kynvillu, hvernig veistu hvað þú vilt, þú ert bara 17 ára gamall, hvernig veistu hvað þú vilt?“

Á endanum þá sagði móðir hans að hann yrði að lofa sér einu, að segja pabba sínum ekki frá þessu. „Þá „feisa“ ég mömmu aftur og segi: Mamma, nei. Þetta er lélegur díll, þetta er loforð sem ég ætla ekki að efna.“

Páll Óskar sagði svo við mömmu sína að honum væri „skítdrullusama“ um hvað pabba hans myndi finnast um þetta allt saman. „Samskiptin við pabba voru ekkert búin að vera upp á marga fiska, sérstaklega frá unglingsárunum.“

Pabbi hans komst svo að því að sonur sinn væri hommi í gegnum helgarblað Þjóðviljans. „Pabbi hljóp upp og niður allar hæðir í Útvegsbankanum þar sem hann vann og safnaði saman öllum Þjóðviljanum og setti í tætarann. Pabbi keyrði siðan i allar sjoppur í Vesturbænum og Miðbænum og Reykjavík og nágrenni, keypti allan Þjóðviljann sem hann gat og setti i tætarann.”

Skjáskot/Tímarit.is

Páll Óskar er búinn að fyrirgefa foreldrum sínum fyrir þessi vitlausu viðbrögð en hann segir að það hafi verið erfitt verkefni.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“