Eins og kom fram í dagbók lögreglu og morgunfréttum flestra netmiðla í morgun var maður stunginn með hnífi í miðborg Reykjavíkur í nótt. Var árásarþolinn fluttur með meðvitund á slysadeild til aðhlynningar.
RÚV greinir nú frá því að þrír menn hafi verið handteknir vegna árásarinnar og eru þeir í haldi lögreglu.
Lögreglu er hins vegar ekki kunnugt um líðan árásarþolans. Varðstjóri lögreglu segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um það í bili.