fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Alvarleg hnífstunguárás í miðborginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 07:58

Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt var maður stunginn með hnífi í miðbæ Reykjavíkur. Gerandinn  hafði flúið að vettvangi þegar lögregla kom og er hans leitað. Árásarþolinn var fluttur með meðvitund á slysadeild til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að maður datt af rafmagnshlaupahjóli í miðbænum. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang og var maðurinn með áverka á andliti eftir fallið. Meiðsli hans eru ekki alvarleg.Tilkynnt var um að ferðamaður hefði hlaupið frá reikningi á veitingastað í miðbænum. Hann fannst ekki og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Hópslagsmál fóru í gang í miðbænum snemma í morgun og voru þau enn í gangi þegar dagbók lögreglu var rituð. Krakkahópur reyndi að kveikja í leiktækjum á skólalóð í Breiðholti. Voru krakkarnir farnir þegar lögregla kom á vettvang og engar skemmdir að sjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar