Í nótt var maður stunginn með hnífi í miðbæ Reykjavíkur. Gerandinn hafði flúið að vettvangi þegar lögregla kom og er hans leitað. Árásarþolinn var fluttur með meðvitund á slysadeild til aðhlynningar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að maður datt af rafmagnshlaupahjóli í miðbænum. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang og var maðurinn með áverka á andliti eftir fallið. Meiðsli hans eru ekki alvarleg.
Tilkynnt var um að ferðamaður hefði hlaupið frá reikningi á veitingastað í miðbænum. Hann fannst ekki og er málið í rannsókn hjá lögreglu.Hópslagsmál fóru í gang í miðbænum snemma í morgun og voru þau enn í gangi þegar dagbók lögreglu var rituð.
Krakkahópur reyndi að kveikja í leiktækjum á skólalóð í Breiðholti. Voru krakkarnir farnir þegar lögregla kom á vettvang og engar skemmdir að sjá.