Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Má að hann og Þórólfur, sóttvarnalæknir, og fleiri hafi sagt að veiran muni verða með okkur og að með tímanum veðri veikindin mildari og mildari. Það sé kannski farið að gerast núna.
Hann sagði veikindin misjöfn hjá þeim sem smitast, sumir verði mikið veikir en aðrir ekki. „Þetta snýst alltaf um það að ef þú stendur höllum fæti heilsufarslega þá getur tiltölulega vægur atburður, eins og það að fá kórónaveiru, steypt þér en þetta á líka við um aðrar veirusýkingar og flensur,“ sagði Már.
Hann sagði mikilvægt að fólk haldi áfram að fara varlega og gæti að sóttvörnum.