Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Dönsku hermennirnir munu meðal annars þjálfa Úkraínumennina í notkun skotvopna, bardögum í bæjum og borgum, hernaðartaktík á vígvellinum og skyndihjálp.
Þjálfunin fer fram í Bretlandi en Danir opna einnig á möguleikann á að slík þjálfun fari fram í Danmörku.
Þjálfunarverkefnið er dæmi um að aðstoð Vesturlanda við Úkraínu er að færast á nýtt stig. Áður snerist hún að mestu um að útvega úkraínska hernum vopn til að hann gæti varist rússneska hernum en nú snýst þetta einnig um að gera herinn í stakk búinn til langvarandi stríðs en til að það sé hægt þarf hann marga hermenn.