fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Sölvi Tryggvason á fulla ferð að nýju – Birtir fjögur ný hlaðvarpsviðtöl á heimasíðu sinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 21:47

Sölvi Tryggvason Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur sett allt á fulla ferð að nýju og nú eru ný hlaðvarpsviðtöl aðgengileg í áskrift á heimasíðu hans, Solvitryggva.is.

Í kvöld fóru fjórir viðtalsþættir í loftið en viðmælendur Sölva eru Haraldur Erlends geðlæknir, Sara Odds lögfræðingur og markþjálfi, fjöllistakonan Ellý Ármanns og Númi Snær Katrínarson, einn eigenda líkamsræktarstöðvarinnar Grandi 101.

Þá boðar Sölvi ný viðtöl í hverri viku en framundan eru viðtöl við, meðal annars , við Guðna Ágústsson, Ásdísi Rán, Evu Hauksdóttur, Ögmund Jónasson, Haffa Haff og Nökkva Fjalar svo á einhverja sem minnst.

Sölvi hefur ekki birt nýja hlaðvarpsþætti síðan að ásakanir um kynferðisbrot komu upp á yfirborðið í maí á síðasta ári. Þann 5. maí í fyrra greindi Frétta­blaðið svo frá því að tvær konur hefðu leitað til lög­reglu vegna meints of­beldis af hálfu fjöl­miðla­mannsins. Önnur konan kærði Sölva fyrir líkams­á­rás og kvað at­vikið hafa átt sér stað þann 14. mars 2021 auk þess sem tvær kærur voru lagðar fram á hendur honum. Þá var á lofti hávær kjaftasaga um að Sölvi hefði gengið í skrokk á vændiskonu um svipað leyti í mars.

Í kjölfarið tók fjölmiðlamaðurinn alla þætti sem höfðu litið dagsins ljós úr birtingu og steig út úr sviðsljósinu í rúmt hálft ár.

Í desember í fyrra opnaði Sölvi síðan hina nýju heimasíðu þar sem eldri þættir voru aðgengilegir.  Fyrr í sumar greindi svo  Mann­líf frá því að kjaftasagan rætna væri á misskilningi byggð og vísaði til upplýsinga frá lögreglu og ónafngreinds lögmanns manns sem átti að hafa framið brotið.

Mál Sölva, og þá ekki síst umrædd kjaftasaga, hratt af stað nýrri #metoo-bylgu en í umfjöllun Mannlífs var fullyrt að upphaf hennar hefði því verið á misskilningi byggð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming