Karlmaður sem björgunarsveitir leituðu að í nótt fannst látinn. Hann hafði verið við sjósund er hann hvarf. Þetta staðfesti Landhelgisgæslan í samtali við mbl.is
Leitað var að manninum í nótt við Langasand á Akranesi og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á svæðið ásamt tveimur skipum björgunarsveitarfólks frá Björgunarsveit Akraness.
Lögreglan á Vesturlandi er með málið til rannsóknar.