Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum kl. 16:30 í dag var lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum í sameiginlegum aðgerðum lögreglu.
Fjórir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 17. ágúst vegna rannsóknar málsins.
Lögreglan hefur rannsakað þetta mál undanfarna mánuði en að rannsókninni koma lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara.