Tekin hefur verið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi samkvæmt tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þeir sem hyggjast ganga að gosstöðvunum er ráðlagt á að búa sig vel áður en lagt er af stað. Unnið hefur verið að lagfæringum og merkingum á gönguleið A en það er sú leið sem flestir fara að gosstöðvunum.
Eftir sem áður er börnum yngri en 12 ára meinað að fylgja forráðamönnum að gosstöðvunum.