Hinn landskunni útvarpsmaður á Rás 1 og rithöfundur Eiríkur Guðmundsson er fallinn frá.
Eiríkur var fæddur þann 28. september 1969 í Bolungarvík. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og loks M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1995. Eiríkur hefur lengst af starfað við dagskrárgerð á sviði menningar hjá Rás 1 Ríkisútvarpsins og vakti samhliða því athygli sem framsækinn menningarýnir og skáldsagnahöfundur.
Fyrsta skáldsaga hans, 39 þrep á leið til glötunar, kom út árið 2004 en síðan hefur hann skrifað skáldsögurnar Undir himninum, 1983, Sýrópsmáninn og Ritgerð mín um sársaukann. Að auki ritstýrði Eiríkur endurútgáfu heildarverka Steinars Sigurjónssonar árið 2008 auk þess sað gefa út bókina Nóttin samin í svefni og vöku sem fjallaði um skáldskap Steinars Sigurjónssonar.
Eiríkur lætur eftir sig son og stjúpdóttur.