fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Rússneskir ferðamenn streyma til Finnlands

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 18:00

Frá Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu hafa Finnar gefið út vegabréfsáritanir til um 100.000 Rússa. Af þeim sökum streyma rússneskir ferðamenn í gegnum Nuijamaa landamærahliðið í suðvesturhluta Finnlands. Margir þeirra vilja bara njóta sumarfrísins í finnskri náttúru en aðrir hafa í hyggju að ferðast áfram til annarra Evrópuríkja.

Þrátt fyrir að Finnar hafi sótt um aðild að NATO vegna innrásar Rússar í Úkraínu og taki þátt í refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi þá eru þeir eina ESB-nágrannaríki Rússlands sem gefur enn út vegabréfsáritanir til Rússa.

ESB hefur lokað lofthelgi sinni fyrir rússneskum flugvélum og því er Finnland orðið mikilvægt gegnumstreymisland fyrir þá Rússa sem vilja fljúga til áfangastaða í Evrópu.

En þetta hugnast mörgum Finnum illa. Tilhugsunin um að Rússar hafi það gott í Finnlandi á meðan Úkraínumenn þjást vegna stríðsins vekur reiði mjög margra.

Íhaldsflokkurinn lagði nýlega til að hætt verði að gefa út vegabréfsáritanir til Rússa. Jukka Kopra, þingmaður flokksins, sagði þessa stöðu óásættanlega. Úkraínskir borgarar séu drepnir, þar á meðal konur og börn. Á sama tíma séu Rússar í fríi í ESB. Svo virðist sem meirihluti þingmanna taki undir þessa skoðun hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú