Þrátt fyrir að Finnar hafi sótt um aðild að NATO vegna innrásar Rússar í Úkraínu og taki þátt í refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi þá eru þeir eina ESB-nágrannaríki Rússlands sem gefur enn út vegabréfsáritanir til Rússa.
ESB hefur lokað lofthelgi sinni fyrir rússneskum flugvélum og því er Finnland orðið mikilvægt gegnumstreymisland fyrir þá Rússa sem vilja fljúga til áfangastaða í Evrópu.
En þetta hugnast mörgum Finnum illa. Tilhugsunin um að Rússar hafi það gott í Finnlandi á meðan Úkraínumenn þjást vegna stríðsins vekur reiði mjög margra.
Íhaldsflokkurinn lagði nýlega til að hætt verði að gefa út vegabréfsáritanir til Rússa. Jukka Kopra, þingmaður flokksins, sagði þessa stöðu óásættanlega. Úkraínskir borgarar séu drepnir, þar á meðal konur og börn. Á sama tíma séu Rússar í fríi í ESB. Svo virðist sem meirihluti þingmanna taki undir þessa skoðun hans.