fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Lokað að Meradölum í dag – Breyting hefur orðið á gosstöðvunum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 14:00

Eldgosið í Meradölum Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokað er inn á gossvæðið að Meradölum þar til annað verður ákveðið en ekkert ferðaveður er á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum en tilkynnt verður sérstaklega þegar ákveðið verður að opna svæðið að nýju.

Í fræðslu- og aðgerðahópnum Eldfjalla- og náttúrvárhóp Suðurlands, þar sem fylgst er vel með framgangi gossins, kemur fram að nokkrar breytingar hafi orðið á gosstöðvunum í Meradölum síðustu sólarhringa.

„Gosopum hefur fækkað frá upphafi eldgossins niður í þrjú op, en krafturinn í hverju opi virðist aðeins hafa færst í aukana. Vísbendingar eru um að nokkurskonar púlsandi virkni sé hafin í stærsta gosopinu. Að mestu leyti halda gusurnar sig innan gígbarmana sem hlaðist hafa upp, en inn á milli skjótast upp hraunstrókar sem rísa margfalt hærra en aðrar gusur. Miðað við falltíma hraunskvettanna má gróflega áætla að mestu strókarnir nái vel yfir 100 metra hæð. Fylgir þessu mikill óróleiki innan gígsins og drunurnar verða ansi háværar,“ segir í færslu hópsins í morgun.

Þá hafi hraunáin runnið austur inn í Meradali samfellt í nokkra daga og dælt þangað miklu magni hrauns yfir hið ársgamla hraun sem þar er fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar