fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 12:48

Myndin umdeilda. Mynd:Spænska jafnréttisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hrundu spænsk stjórnvöld herferð af stokkunum þar sem áhersla er lögð á að allir séu velkomnir á strendur landsins og skipti engu máli hvort þeir séu feitir eða grannir, hávaxnir eða lágvaxnir nú eða bara hvernig sem er. En eftir að nýjar upplýsingar komu fram um myndina sem prýðir auglýsingaherferðina er hægt að efast um að allir séu í raun velkomnir á strendur landsins.

Með myndinni átti sýna konur af öllum stærðum og gera mikið úr fjölbreytileikanum og sýna að allir líkamar séu strandlíkamar.

Konurnar á myndinni eru í baðfötum og eru brosandi á ströndinni. En óhætt er að segja að auglýsingin fari fyrir brjóstið á mörgum. Meðal annars hefur verið gagnrýnt að það eru bara konur á myndinni og bent hefur verið á að karlar, sem eru með vaxtarlag sem fellur ekki að staðalímyndum, gætu haft ávinning af því að vera með á myndinni.

Og nú hefur enn ein röddin bæst í hóp gagnrýnenda. Það er ein af konunum sem er á myndinni. The Guardian segir að myndin sé gerð út frá ljósmynd af tveimur fyrirsætum án þess að þær hafi gefið leyfi til þess eða fengið greitt fyrir. En ekki nóg með það, teiknarinn ákvað að láta aðra fyrirsætuna ekki vera með gervifót en það er hún með í raunveruleikanum. Það er Sian Green-Lord sem er lengst til vinstri á myndinni. Hún missti fótinn þegar hún varð fyrir leigubíl í New York 2013.

Í samtali við The Guardian sagðist hún ekki geta lýst því hversu reið hún sé vegna málsins: „Það er eitt að nota myndina án leyfis frá mér en það er annað að breyta líkama mínum, líkama mínum með gervifæti . . . Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja, en þetta er meira en bara rangt.“

Arte Mapache, sem gerði myndina, baðst í kjölfarið afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“