fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 06:06

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyrylo Budanov, yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, notist við staðgengil eða staðgengla, tvífara, við hin ýmsu tækifæri. Þessu til staðfestingar bendir hann á eitt atriði sem hann segir að komi upp um Pútín og staðgenglana.

Budanov kom fram í sjónvarpi fyrr í vikunni til að ræða um Pútín og tvífara hans. The Sun skýrir frá þessu. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um heilsufar Pútíns og að hann notist hugsanlega við tvífara við hin ýmsu tækifæri. Einn orðrómurinn gengur raunar út á að Pútín sé dáinn og tvífari hans komi fram til að tryggja að rússneska þjóðin telji Pútín vera á lífi.

En Budanov gekk nú ekki svo langt að halda því fram að Pútín sé dáinn en sagði að hann notist oft við staðgengla. Hann sagði að það sem sanni þetta séu eyru Pútíns. „Eyrun eru öðruvísi . . . þau eru eins og fingraför, eyru sérhvers einstaklings eru einstök,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að staðgengill eða staðgenglar Pútíns „noti öðruvísi jakkaföt, framkoma þeirra sé öðruvísi, göngulagið sé öðruvísi og ef vel sé að gáð sé stundum hægt að sjá hæðarmun“.

Budanov hefur áður sagt að hugsanlega hafi tvífari Pútíns verið með í för þegar forsetinn fór til Teheran í Íran í júlí, eða þá að tvífari hafi verið sendur í stað Pútíns. „Pútín“ hafi verið undarlegur að sjá þegar hann gekk niður tröppurnar úr flugvél sinni og þess utan hafi hann verið kvikari í hreyfingum og frískari að sjá en að undanförnu. Að mati Budanov bendir þetta til að um tvífara hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg