fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 07:58

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn var þetta sá sjúkdómur sem Bandaríkjamenn óttuðust einna mest. En 1979 var því lýst yfir að tekist hefði að útrýma honum eftir mikið bólusetningarátak. En nú hefur hann blossað upp á nýtt.

Þetta er lömunarveiki. Eitt tilfelli hefur nú verið staðfest í New York og þess utan hafa merki um sjúkdóminn fundist í skólpi í sjö hverfum borgarinnar. Af þessum sökum er óttast að sjúkdómurinn hafi nú þegar breiðst út í stórborginni.

New York Times hefur eftir Mary T. Bassett, yfirmanni heilbrigðismála í New York ríki, að hætta sé á að mörg hundruð manns hafi smitast. „Út frá þeirri vitneskju sem við höfum um fyrri faraldra lömunarveiki verðum við að átta okkur á að fyrir hvert staðfest smit geta mörg hundruð til viðbótar verið smitaðir,“ sagði hún. Þetta gæti því verið toppurinn á ísjakanum.

Lömunarveiki leggst oftast á börn og af þeim sökum er bólusetning gegn lömunarveiki skylda í Bandaríkjunum. En í sumum hverfum New York er lítið eftirlit með að börn séu bólusett að sögn New York Times og því eru ekki öll börn bólusett.

Bassett hvetur alla fullorðna, ekki síst barnshafandi konur, börn og ungmenni til að láta bólusetja sig ef þau eru ekki bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi