fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 19:15

Myndin er samsett - Mynd af eldgosinu: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og alþjóð veit þá hófst eldgos á Reykjanesskaga í gær, nánar tiltekið um 1,5 kílómetrum frá Stóra-Hrút. Þegar eldgosið hófst varð strax ljóst að fjölmargir almennir borgarar myndu gera sér ferð að því, líkt og að eldgosinu í fyrra.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra var því fljót að biðja fólk um að vera ekki að drífa sig upp að gosinu, að minnsta kosti ekki fyrr en búið væri að ganga úr skugga um að allt væri öruggt.

Það kom ábyggilega fáum á óvart að þessar leiðbeiningar fóru inn um eitt eyrað og út um hitt hjá um 10.000 manns sem mættu á gossvæðið þvert á leiðbeiningar Almannavarna.

„Við höfum áhyggjur af öllum þessum mannfjölda og vonum að fólk beiti nú skynseminni og sé vel útbúið og vant göngu, þetta er ekki fyrir fólk sem er ekki vant því að fara í fjallgöngur,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við RÚV um málið í gær.

„Þoli ekki svona“

Á samfélagsmiðlum hefur mikill fjöldi fólks hneykslast á þeim sem fóru upp að gosinu þrátt fyrir að Almannavarnir hafi beðið fólk um að gera það ekki.

Sara Oskarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, er á meðal þeirra sem hneykslar sig á þessu en hún birti í dag færslu á Facebook-síðu þar sem hún hraunar yfir þau sem fóru að eldgosinu.

„Ótrúlegur hroki að rjúka upp að gosstöðvum sem almennur borgari þegar að yfirvöld eru að grátbiðja um svigrúm til að meta stöðuna, setja upp gasmæla og reyna að manna svæðið,“ segir Sara.

„Svona fólk er blindað af yfirlæti, hroka og fer fram með yfirgangi og hreinum og beinum dónaskap. Þoli ekki svona.“

Í athugasemdunum heldur Sara áfram að hneyksla sig en hún deilir til dæmis frétt Fréttblaðsins um að þyrla hafi þurft að sækja ökklabrotinn mann við gosið. „Svo er fólk að slasa sig og þiggja þá þjónustu í kringum það og setja álag á allt. Maður verður orðlaus. Hver ól þau upp?“ segir Sara við því.

Maður nokkur segir í athugasemdunum við færslu Söru að svona séu Íslendingar í hnotskurn. „Ég um mig frá mér til mín og öðrum kemur það ekki við er eini hugsunarhátturinn sem kemst að í galtómum hausnum á þessum íbúum skrípaskers.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans