fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Löður endurvinnur 1,6 tonn af plasti

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 11:18

Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs, og Margrét Einarsdóttir, verkefnastjóri auðlindanýtingar og úrgangsstjórnunar hjá Pure North, ánægðar með árangurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaþvottastöðin Löður hefur skilað meira en 1,6 tonni af stífu umbúðarplasti í endurvinnslu til íslensku endurvinnslunnar Pure North Recycling í Hveragerði það sem af er ári. Með því að endurvinna plast á Íslandi tryggir Löður 82% minna kolefnisspor á endurvinnslu á plasti samanborið við að endurvinna plastið í Evrópu.Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Löðurs og Pure North um alhliða umhverfisráðgjöf. Endurvinnslan er liður í markmiði Pure Norths og Löðurs í að stuðla að hringrásarhagkerfi og auka vitund á mikilvægi innlendrar endurvinnslu. Samkvæmt vottaðri umhverfisyfirlýsingu EPD (Environmental Product Declerations) er losun gróðurhúsalofttegunda af endurvinnslu plasts hjá Pure North 92 kg af koltvísýringi per tonn, sem er 82% lægra en meðaltals losun frá sambærilegum plastendurvinnslum í Evrópu.,,Löður vill bera ábyrgð og minnka kolefnisspor félagsins. Við gerum það meðal annars með því að endurvinna allt plast hér á Íslandi. Okkar mottó er að plast verður aftur plast, vinnum saman að því markmiði að halda umhverfinu okkar hreinu. Það er stórkostlegt að sjá hvað hægt er að gera og fylgjast og vinna með fyrirtækjum eins og Pure North,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans