fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Kertum fleytt til minningar fórnalamba kjarnorkuárása

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí og lagt um leið áherslu á kröfur sínar um veröld án kjarnorkuvopna. Á síðustu mánuðum hefur heimsbyggðin verið óþyrmilega minnt á þá ógn sem enn stafar af þessum skelfilegustu vopnum sem mannkynið hefur skapað. Blóðugar styrjaldir í Úkraínu og víðar eru áminning um að sjaldan hefur verið mikilvægara að fólk haldi á lofti málstað friðarstefnunnar.

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn og verður hún að þessu sinni haldin á Nagasakídaginn, þriðjudaginn 9. ágúst. Safnast verður saman á suðvesturbakkanum við Skothúsveg kl. 22:30. Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur og bókmenntafræðingur flytur stutt ávarp en fundarstjóri verður Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir. Að athöfn lokinni verður kertum fleytt á Tjörninni, en hægt verður að kaupa flotkerti á staðnum fyrir 500 krónur.

Kertafleytingar fara víðar fram en í Reykjavík, en sjaldan eða aldrei hefur verið fleytt á jafnmörgum stöðum. Á Ísafirði og Patreksfirði verða fleytingar á sama tíma og í Reykjavík, en á Akureyri hefst samkoman hálftíma fyrr. Á Egilsstöðum og í Seyðisfirði verða friðarsamkomurlaugardaginn 6. ágúst, á Hírósímadaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans