Eldgos er hafið á Reykjanesskaga, frá þessu greinir mbl.is og segir þar að kvika hafi náð upp á yfirborð jarðar. Jarðeldar loga þar að nýju í fyrsta sinn frá því að gosi lauk í september við Fagradalsfjalla.
Gosið er staðsett þar sem áður hafði reykur hefur stigið upp frá jörðu. Frá því var greint í gær að yfirborðshiti væri að valda reyk sem steig frá jörðu skammt frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Einar Hjörleifsson, náttúruváfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við mbl.is í gær að verulegar líkur væru á að gos hæfist á næstu dögum.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í gær kom fram að kvika væri komin á 1 km dýpi frá yfirborði sem bæri merki um að gos væri væntanlegt. Það reyndist svona líka rétt því nú er aftur farið að gjósa.
Uppfært: 13:43.
Eldgosið er hafið úr 100 metra sprungu niður í Merardölum við Fagradalsfjall.
Hér fyrir neðan má sjá vefútsendingu mbl.is frá eldstöðvunum.
Uppfært: 13:51
Í tilkynningu frá Almannavörnum er fólk beðið um að fara með gát og forðast svæðið. Gosið er innan hraunsins sem rann í síðasta gosi og er vísindafólk á leiðinni á staðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar að meta stöðuna.
„Gos er hafið á Reykjanesi. Staðsetning gossins er innan hraunsins sem rann í síðasta gosi. Vísindafólk er á leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.
Fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á þessu svæði.“
Uppfært: 13:55
Eldgosið er um 1,5 km norður af Stóra-Hrút og virðist jarðeldurinn koma upp um norðaustur suðvestur sprungu á þeim stað, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Við fyrstu skoðun virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18. Gas berst frá jarðeldunum og hafa almannavarnir verið upplýstar um eldgosið.
Fréttin verður uppfærð