Annar stór skjálfti varð í nótt klukkan 02:27 og vakti hann án efa nokkuð af landsmönnum upp úr værum svefni. Skjálftinn átti upptök sín við Kleifarvatn og var 5 að stærð.
Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafa fundist á Grundarfirði, Akranesi, Borgarfirði, Reykjanesbæ, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkrar næturuglur sem voru vakandi þegar skjálftinn reið yfir brunuðu beinustu leið á samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá sinni upplifun af skjálftanum. Eins og venjulega fylgdi auðvitað líka grín með frá þeim spéfuglum sem voru vakandi.
Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem Íslendingar höfðu að segja á Twitter í nótt um skjálftann:
herna….sko þessi let mig geinlaust fara að grata
— Hannah Montana (@verzlhoe) August 2, 2022
Jæja, þessi var svona ellefu
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) August 2, 2022
Mér sýnist að N1 ártúnshöfða sé búin að renna niður ártúnsbrekkuna eftir þennan stóra skjálfta #grín #skjálftagrínið #baradjók
— Hafþór Óli (@HaffiO) August 2, 2022
Buinn að koma Maddonnustyttunni fyrir á borðbrún og ef hún lifir af nóttina skrái ég mig í þjóðkirkjuna í fyrramálið
— er patREKUR VIÐ? (@kuldaskraefa) August 2, 2022
Þessi var sennilega sá sterkasti sem ég hef fundið í lotunni.
— Alexandra Briem (@OfurAlex) August 2, 2022
Android að gera fólk taugaveiklað með einhverjum overkill leiðbeiningum vegna skjálfta sem er ekki nema 4,7.
— Valur Arnarson 🇵🇸 (@arnarson_valur) August 2, 2022
ókei, þessi var pínu spúkí
— emilía dögg (@melluband) August 2, 2022
Stærsti skjálfti sem ég hef fundið fyrir! Getur ekki annað verið en það sé að koma gos
— Askur Hrafn (@Yggdrasils7) August 2, 2022
Þessi vakti mig.
— Rósa Björk Gunnarsdóttir (@vidimelur) August 2, 2022