fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Sérsveitin handtók tvo menn á Seyðisfirði um helgina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 16:38

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk um helgina ábendingar þess efnis að sérsveit Lögreglustjóra ríkisins hefði tekið þátt í nokkuð harkalegum aðgerðum á Seyðisfirði um helgina. Voru sérsveitarmenn fluttir á staðinn í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

DV hafði samband við Lögregluna á Austurlandi í morgun til að afla upplýsinga um málið en þá lágu þær ekki fyrir. Kl. 15:35 í dag brást lögreglan síðan við fyrirspurninni með tilkynningu á heimasíðu sinni. Er hún eftirfarandi:

„Vegna fyrirspurna um aðgerð lögreglunnar á Austurlandi laugardaginn 30. ágúst á Seyðisfirði.

Lögregla handtók tvo einstaklinga og haldlagði skotvopn. Einstaklingarnir voru látnir lausir úr varðhaldi stuttu síðar og er rannsókn málsins í gangi.

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni í samræmi við verklag lögreglu, en grunur var um að vopn væru á vettvangi.

Sérsveitarmenn voru fluttir á Egilstaði með þyrlu fyrir aðgerðina og að lokinni aðgerð voru þeir fluttir frá Seyðisfirði með þyrlu. Þyrlan var flutningstæki og tók ekki þátt í aðgerðinni sjálfri.

Lögregla veitir ekki nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“